Bolt enn sá fljótasti

Usain Bolt frá Jamaíka varð í nótt ólympíumeistari í 100 metra hlaupi karla í þriðja skiptið í röð þegar hann sigraði í úrslitahlaupinu í Ríó á 9,81 sekúndu. Hann er fyrsti spretthlaupari sögunnar sem vinnur greinina á þrennum leikum í röð.

Justin Gatlin frá Bandaríkjunum varð annar á 9,89 sekúndum og Andre De Grasse frá Kanada þriðji á 9,91 sekúndu. Fjórði varð síðan Yohan Blake frá Jamaíka á 9,93 sekúndum.

Mikill fögnuður braust út á ólympíuleikvanginum í hvert sinn sem Bolt var kynntur til keppni, en bæði undanúrslit og úrslit fóru fram í kvöld, og fögnuðurinn varð enn meiri eftir að hann kom fyrstur í mark. Hins vegar var mikið baulað á Gatlin, sem hefur tvívegis fallið á lyfjaprófi.

Bolt, sem er 29 ára gamall, stefnir á að ná þrennunni ótrúlegu á þriðju leikunum í röð en því nær hann, takist honum líka að sigra í 200 metra hlaupinu og í 4x100 m boðhlaupinu með sveit Jamaíka.

Usain Bolt fagnar þriðja ólympíumeistaratitli sínum í röð í 100 …
Usain Bolt fagnar þriðja ólympíumeistaratitli sínum í röð í 100 metra hlaupi. AFP
Usain Bolt gaf sér góðan tíma í að fagna eftir …
Usain Bolt gaf sér góðan tíma í að fagna eftir sigurinn í nótt. AFP
Bolt fékk gríðarlegan stuðning úr stúkunni.
Bolt fékk gríðarlegan stuðning úr stúkunni. AFP
Usain Bolt stillir sér upp með skiltinu sem sýnir sigurtíma …
Usain Bolt stillir sér upp með skiltinu sem sýnir sigurtíma hans. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert