Rose vann golfið

Henrik Stenson frá Svíþjóð hlaut silfur, Englendinginn Justin Rose, Ólympíumeistari …
Henrik Stenson frá Svíþjóð hlaut silfur, Englendinginn Justin Rose, Ólympíumeistari í golfi og Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar bronsverðlaunahafi í golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó. AFP

Enski kylfingurinn Justin Rose tryggði sér í gær sigur á Ólympíuleikunum í golfi. Rose hafði betur eftir baráttu við Svíann Henrik Stenson. Rose lék samtals á 16 höggum undir pari en Stenson á 14 höggum undir pari. Þetta var í fyrsta skipti í 112 ár sem keppt var í golfi á Ólympíuleikunum.

Rose var með eins höggs forystu á Stenson fyrir lokahringinn sem var leikinn í gær. Spennan var mikil og voru þeir félagar jafnir þegar komið var fram á 18. holuna. Stenson gerði þar mistök, þurfti að þrípútta og fékk skolla. Á sama tíma urðu Rose engin mistök á og tryggði hann sér sigur með pútti fyrir fugli.

„Sigurtilfinningin er betri en nokkru sinni fyrr,“ sagði Rose sigurreifur eftir að hann tryggði sér gullverðlaunin. „Þetta er besta mót sem ég hef verið þátttakandi í,“ sagði Rose ennfremur en hann var ánægður með þá miklu spennu sem var á vellinum. „Vonandi sýndum við Brasilíu hvað golf snýst um. Ég er ánægður með að þetta var jafnt og spennandi. Ekki fyrir taugarnar mínar reyndar, heldur fyrir golfið,“ sagði sigurvegarinn sem komst einnig í sögubækurnar á fyrsta hring þegar hann fór holu í höggi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert