Glæsilegir taktar í skylmingum

Frá keppni í skylmingum á Reykjavíkurleikunum í dag.
Frá keppni í skylmingum á Reykjavíkurleikunum í dag. Skylmingasamband Íslands

Skylmingakeppni Reykjavíkurleikanna fer fram í Skylmingamiðstöðinni á Laugardalsvelli um helgina. Í dag var keppt í flokki ungmenna, unglinga og barna en á morgun verður keppt í flokki fullorðinna. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var sverðum sannarlega sveiflað og sýndu keppendur glæsilega takta í dag.

Andri Nikolaysson Mateev sigraði bæði í flokki ungmenna 20 ára og yngri og flokki unglinga 13-15 ára. Freyja Sif Stefnisdóttir sigraði í kvennaflokki ungmenna 20 ára og yngri. Í yngsta flokknum þar sem 10 krakkar á aldrinum 10 til 12 ára sýndu glæsilega takta sem hver af skyttunum þremur hefði mátt vera hreykin af sigraði Alexander Viðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert