Kemst í keppnisskap við að horfa á Rocky

Gunnar Egill Ágústsson bar sigur úr býtum í skylmingum á Reykjavíkurleikunum í ár eftir spennandi úrslitaleik við Harald Þóri Hugosson, 15:12.

„Þetta var hnífjafnt en ég byrjaði að fiska inn fleiri stig í endann. Þetta var orðið stressandi eftir að hann komst yfir í hálfleik en við vorum svo svakalega jafnir,“ sagði Gunnar Egill við mbl.is, nýbúinn að fá verðlaunapeninginn um hálsinn og tók undir með blaðamanni að það væri skammt stórra högga á milli í íþróttinni.

„Það er nóg að detta út í einu stigi þá geturðu dottið alveg út. Það getur alveg gerst að maður tapi fimm stigum í röð og detti alveg út, ég þekki það frá því í gamla daga,“ sagði Gunnar og ekki stóð á svari hvað undirbúninginn varðar fyrir keppni. Þar kemur Sylvester Stallone mikið við sögu.

„Ég horfði á Rocky áður en ég fór að sofa í gær og kom ákveðinn í þetta. Það er alltaf ein Rocky. Þetta eru ekkert góðar myndir kannski en maður kemst í keppnisskap eftir þær,“ sagði Gunnar og hló, en gat þó illa gert upp á milli myndanna. Nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert