Hanna og Nikita sigruðu

Hanna Rún Óladóttir og Nikita Bazev sigruðu á alþjóðlegri latin-danskeppni Reykjavíkurleikanna í gærkvöldi. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá einn af glæsilegum dönsum þeirra í keppninni.

Í öðru sæti var fyrrverandi dansfélagi Hönnu Rúnar, Sigurður Þór Sigurðsson, og daman hans, Annalisa Zoanetti, en þau keppa fyrir Ástralíu. Í þriðja sæti voru þau Ástrós Traustadóttir og Javier Fernandes.

Einnig var keppt um Íslandsmeistaratitla í latin-dönsum á mótinu um helgina. Þar sigruðu Hanna Rún og Nikita einnig og í öðru sæti urðu Ástrós og Javier. Með því að lenda í tveimur efstu sætunum tryggðu bæði pörin sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Austurríki í haust.

Frétt mbl.is: Siggi átti salinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert