Slógu út heimsmeistara

Skúli Freyr Sigurðsson sigurvegari í keilukeppni Reykjavíkurleikanna.
Skúli Freyr Sigurðsson sigurvegari í keilukeppni Reykjavíkurleikanna. Keiludeild ÍR

Skúli Freyr Sigurðsson úr Keilufélagi Akraness sigraði í keilukeppni Reykjavíkurleikanna sem fram fór í Egilshöll um helgina. Í úrslitum lék hann gegn Hafþóri Harðarssyni úr ÍR og sigraði með 27 pinna mun. Í þriðja sæti var Matthias Möller frá Svíþjóð en efst kvenna var Alda Harðardóttir úr Keilufélagi Reykjavíkur.

Sænsku gestirnir Matthias Möller sem var í þriðja sæti og Robert Andersson sem er Heimsmestari í tvímenningi leiddu keilukeppnina allt fram í milliriðil en voru slegnir út í úrslitunum. Óhætt er að segja að Skúli Freyr og Hafþór geti verið stoltir af að vera fyrir ofan og hafa slegið út heimsmeistara í keppni helgarinnar.

Heildarúrslit keilukeppni Reykjavíkurleikanna má finna hér.

Frá vinstri Matthias Möller, Skúli Freyr Sigurðsson og Hafþór Harðarson.
Frá vinstri Matthias Möller, Skúli Freyr Sigurðsson og Hafþór Harðarson. Keiludeild ÍR
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert