Trúi þessu ekki - náði Ólympíulágmarki

Hrafnhildur Lúthersdóttir í 200 metra fjórsundinu í kvöld.
Hrafnhildur Lúthersdóttir í 200 metra fjórsundinu í kvöld. mbl.is/Golli

Hrafnhildur Lúthersdóttir náði í kvöld Ólympíulágmarkinu í 200 metra fjórsundi kvenna þegar hún setti Íslandsmet og sigraði í greininni á Smáþjóðaleikunum í Laugardalslauginni. Hrafnhildur synti á 2:13,83 mínútum og náði með því A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016.

„Ótrúlegur fyrsti dagur á Smáþjóðaleikunum hér á Íslandi. Svo ánægð með að ég náði móts- og Íslandsmetunum, og A-lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana 2016 í Ríó í 200 metra fjórsundinu. Svo ánægjulega óvænt að ég trúi þessu ekki ennþá," skrifaði Hrafnhildur á Facebook seint í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert