Fer vel af stað í Kjarrá

Veiðimaður hampar laxi úr veiðistaðnum Rúnka síðasta sumar.
Veiðimaður hampar laxi úr veiðistaðnum Rúnka síðasta sumar. ÞGÞ

Veiði hófst í Kjarrá í uppsveitum Borgarfjarðar í morgun. Gekk veiði vel á fyrstu vaktinni. Þrátt fyrir að áin sé úr alfaraleið og nánast ekkert símasamband við ánna fréttist þó að á fyrstu vaktinni hafi 8 löxum verið landað, auk þess sem 5 sluppu eftir talsverða baráttu. 

Var fiskur dreifður víða um svæðið sem er langt og nær langleiðina inn á Arnarvatnsheiði. Veiddust fiskar í Neðra-Rauðabergi, Lambastreng, Réttarhyl, Hellgate, Holunni, Hnitbjargarhyl og Selsstrengjum þar sem grálúsugur smálax kom á land, auk þess sem annar lak af í löndun. Að öðru leyti var um hefðbundna svokallaða tveggja ára laxa að ræða.  

Urðu menn varir við talsvert af laxi á nokkrum stöðum, einkum í svokallaðri Mið-Prinsessu og Réttarhyl. Vakti athygli að stórveiðistaðir eins og Runki, M804, Wilson og Efri Johnsson gáfu ekki lax að þessu sinni. Fram kemur að draumaskilyrði séu til veiða í ánni. Þá komu tveir á land í gærkvöldi úr Þverá úr Skiptafljóti og Kirkjustreng, auk þess sem þar fór annar af í löndun. Um er að ræða fyrsta fiskinn sem veiðist í Kirkjustreng þetta sumarið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert