Veiði fer vel af stað í Norðurá

Einar Sigfússon er hér með fyrsta laxinn sem veiddist í …
Einar Sigfússon er hér með fyrsta laxinn sem veiddist í Norðurá í sumar. mbl.is/Einar

„Þetta er að hallast í 60 fiska, síðasta holl var með 15 fiska,“ sagði Einar Sigfússon, sem rekur Norðurá í samtali við mbl.is, aðspurður hvernig veiði fari af stað í ánni. Laxveiði hófst í Norðurá fyrir tíu dögum, 5. júní.

„Það er smálax og allt grálúsugt og vel fram gengið. Hann er vænn smálaxinn og gamalreyndir Norðurárgarpar telja það afskaplega gott merki.“ Einar bætir við að byrjun veiðitímabilsins sé allt önnur en í fyrra, það sé ekki sambærilegt.

„Þetta er eins og áin var og nú er stækkandi straumur og menn horfa vongóðir fram veginn.“ Allt er því eins og það á að vera. „Vatnið er fínt og það eru spennandi tímar framundan,“ sagði Einar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert