Gengur vel í Norðurá

Laxi landað á Eyrinni í Norðurá.
Laxi landað á Eyrinni í Norðurá. Teemu Tolonen

Að sögn Einars Sigfússonar umsjónamanns með Norðurá í Borgarfirði þá gengur veiði orðið vel.

Sagði hann að síðast þegar hann fékk fréttir þá voru komnir 124 laxar á land sem væri mun betri veiði en á sama tíma í fyrra. Smálaxinn er farinn að sýna sig í bland við hefðbundinn stórlax sem virðist ætla að skila sér mjög vel þrátt fyrir að vera af kynslóð smálaxa sem brugðust algjörlega í fyrra. Rannsóknir á seiðabúskap í ánni í fyrra sýndi að seiðaþéttleiki var mikill og mikið magn af niðurgönguseiðum hafi haldið til hafs síðasta vor. Vonandi væri það ávísun á góðar göngur smálaxa nú í sumar en mesti óvissuþátturinn varðandi það væri þó alltaf afkoma seiðanna í hafinu.

Einar sagði að mikið vatn og snjóbráð hefði aðeins verið að þvælast aðeins fyrir veiðimönnum og enn sem komið er væri megnið af veiðinni fyrir neðan Laxfoss. Það væru samt komnir nokkrir fiskar á land af Réttarhylsbroti og Berghylsbrotinu sem eru veiðistaðir skammt fyrir neðan fossinn Glanna.

Einar er annar eiganda að Haffjarðará í Hnappadalssýslu og sagði að lokum að hún færi vel af stað þó hún væri vanalega seinni til en Norðurá. Hópur breskra veiðimanna hefði lokið þar veiðum í gær og allir farið afskaplega ánægðir heim. Byrjunin hafi verið góð en svo dofnaði yfir þessu í nokkra daga. Í gær og núna í morgun væri fiskur að sullast inn í miklu mæli. Hann hafi frétt það að veiðimenn hafi í gærkvöldi fengið fimm í beit á sama veiðistaðnum og misstu aðra fimm á öðrum veiðistað. Leiðsögumennn segja að sé af mikið fiski að koma inn.  Þá hefðu þeir að auki séð mjög stóran lax liggja efst í Sauðhyl sem þeir töldu að væri langt yfir 100 sentímetrar að lengd.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert