Góð veiði í Miðfjarðará

Fallegur lax sem veiddist fyrir stuttu í gljúfrunum í Austurá.
Fallegur lax sem veiddist fyrir stuttu í gljúfrunum í Austurá. FB/Midfjardara

Samkvæmt upplýsingum frá Rafni Val Alfreðssyni leigutaka Miðfjarðarár í Húnavatnssýslu hefur verið mjög góð veiði síðustu daga. 

Síðustu tvo daga hefur 80 löxum verið landað og það koma inn laxar á hverju flóði. Vatnsmagn er eins og best verður á kosið í ánum nema hvað Vesturá gæti þurft á rigningu að halda fljótlega. Fiskurinn er vel dreifður um ána og og stoppar stutt við í Miðfjarðaránni sjálfri. Lax er farin að veiðast í Austurá efri fyrir ofan Kambsfoss.

Mest verða menn varir við lax í neðri hluta Vesturár og sagði Rafn að veiðimenn sem voru við Hlíðarfoss nú í morgunsárið hefðu fullyrt að það væri ekki undir 50 löxum sem lægi þar undir. Hafði þeim tekist að að landa þaðan fjórum löxum síðast þegar Rafn heyrði í þeim.

Sagði Rafn að væntanlega færi áin yfir 200 laxa þegar veiðimenn kæmu heim í hús nú í hádegishléinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert