Ágæt opnun í Mývatnssveit

Árni með fallegan urriða úr Geirastaðaskurði.
Árni með fallegan urriða úr Geirastaðaskurði. mbl

Árni Friðleifsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var við veiðar í opnun á urriðasvæðinu í Laxá í Mývatnsveit á sunnudaginn og sagði hann aðspurður að veiðin færi þar vel af stað.

Árni kvaðst hafa náð að landa nokkrum urriðum allt upp í 63 sm langa og þegar hann fór eftir fjórar vaktir var hópurinn búinn að landa um 150 urriðum. Fram kom hjá Árna að hann hefði verið þarna í fyrsta skipti en menn með áratugareynslu hefðu verið þarna í hópnum og þeir sagt að um mjög hefðbundna opnun væri að ræða. Þeir hefðu haft orð á því að urriðinn væri vel haldinn og virtist koma vel undan vetri. Flest svæðin hafi gefið urriða sem voru um eða yfir 60 sm.

Ekki væri því að sjá að hinn mikli þörungavöxtur í Mývatni, sem margir hafi lýst miklum áhyggjum af, hefði enn sem komið er haft áhrif á urriðann í Laxá.

Skilyrði til veiða hefðu þó verið fremur erfið sem menn röktu til mikillar sólbráðar sem hefði verið í hitunum þessa daga og því hefði áin verið bólgin og fremur skolleit. Veiddist því óvenjumikið á straumflugur í þessari opnun og minna á púpur en oft áður.

Neðan úr Laxárdal voru ekki komnar nákvæmar fréttir en þó um 30 fiskar þar komnir á landi og aðeins aðeins fjórir fiskar af þeim undir fimm pundum.  Stærsti fiskurinn sem er kominn á land mældist úr dalnum er 74 sm, en þar eru að jafnaði færri en stærri urriðar en í Mývatnssveitinni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert