27 laxar á land í Norðurá

Frá laxveiði í Norðurá.
Frá laxveiði í Norðurá. Einar Falur Ingólfsson

Fyrsti dagurinn í Norðurá gaf 27 laxa en áin opnaði í morgun.

Að sögn Einars Sigfússonar sem annast sölu á veiðileyfum í ánni þá komu 13 laxar á fyrri vaktinni og 14 á þeirri seinni.  Áberandi var hvað mikið var af stórum og fallegum laxi kom á land og veiddi Eyrún Sigþórsdóttir 94 sm lax á Bryggjunum og Kristinn Sigmundsson óperusöngvari veiddi annan 92 sm.  

Það var svo Anna Sigþórsdóttir, eiginkona Einars, sem veiddi stærsta lax dagsins eftir hádegið, í Stekkjarfljóti í Stekknum svokallaða, en þar landaði hún 95 sm hæng. Þetta var reyndar með talverðum ólíkindum því síðasta sumar veiddi Anna jafnstóran hæng sem tók á nákvæmlega sama stað í Stekkjarfljótinu.

Einar var glaður í bragði og kvaðst ekki muna eftir annarri eins opnun í Norðurá og gleðilegt væri að sjá hvað mikið væri af stórum og fallegum laxi i ánni. 

Í fyrramálið opnar svo Blanda og þar hafa menn orðið varir við talsvert af laxi síðustu daganna þegar hægt hefur verið að skyggna ánna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert