Netaveiðin fer vel af stað í Þjórsá

Einar með fyrstu laxanna við Melabúðina í dag.
Einar með fyrstu laxanna við Melabúðina í dag. FB/Melabúðin

Netaveiði hófst fyrir landi Urriðafoss í Þjórsá í gær og fer hún vel af stað.

Að sögn Einars H. Haraldssonar, bónda að Urriðafossi, þá lagði hann fyrstu netin í gærmorgun og hefur nokkrum sinnum vitjað um þau og ekki væri hægt að segja annað en að veiðin fari afskaplega vel af stað.

Mikill lax hafi komið strax í netin og sé það að mestu leyti óvenju vel haldinn stórlax.  Einn og einn smálax sé þó einnig innan um í aflanum.  Einar sagðist telja að þessi byrjun sé mjög svipuð því sem var árið 2010 sem hafi verið einstaklega gott veiðisumar í Þjórsá og því lofi þetta góðu.  Heimilt er að hafa netin niðri frá klukkan 10:00 á þriðjudagsmorgnum til klukkan 22:00 á föstudögum.

Einar sagði að miklu máli skipti þó varðandi framhaldið hvernig eins árs laxinn myndi skila sér úr hafi, en hann sagðist almennt bjartsýnn að eðlisfari og hefði einhverja tilfinningu fyrir því að smálaxinn myndi skila sér vel í ár. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert