Frábær byrjun í Haffjarðará

Stórlax úr Sauðhyl í Haffjarðará frá síðastliðinu sumri.
Stórlax úr Sauðhyl í Haffjarðará frá síðastliðinu sumri. Einar Sigfússon

Mikið rólegheitafólk opnaði Haffjarðará á þriðjudaginn og fer veiði mjög vel af stað.

Að sögn Einars Sigfússonar, eins af eigendum árinnar, sér eldra fólk um opnun árinnar að þessu sinni. Þau taka því mjög rólega og fóru nánast ekki út fyrsta daginn.  Á hádegi, eftir einn og hálfan dag, var búið að landa 40 löxum sem væri hreint afbragðsveiði, en aðeins er veitt á sex stangir.

Einar sagði að mest allt af þessum fiski væri stór og fallegur vorlax, en þó sæjust inn um smálaxar sem væri góðs viti og vekja vonir um góða smálaxagengd í sumar.

Einar heldur jafnframt utan um sölu á veiðileyfum í Norðurá og sagði að í gær hefðu verið komnir 220 laxar samtals á land sem væri glæsileg veiði. Á sama tíma í fyrra var búið að landa um 70 löxum.  Fiskur er búinn að dreifa sér vel um ána og samkvæmt teljara í laxastiganum í Glanna voru í morgun 114 fiskar gengnir þar upp, en einhver hluti þess gæti mögulega verið silungur.

Alltaf væri einhver hluti af laxinum sem færi þó upp fossinn sjálfan. Samkvæmt lengdarmælingu er sá stærsti sem gengið hefur í gegnum stigann 92 cm langur og gekk í gegn 8. júní.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert