Ásarnir byrja vel

Stórlax sem kom á land í gær.
Stórlax sem kom á land í gær. Stefán Viðarson

Laxá á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu opnaði í gær og veiddist ágætlega fyrsta daginn að sögn veiðimanna sem þar voru. Veitt er á tvær stangir í Laxá sem hefur löngum verið gjöfulasta laxveiðiá landsins miðað við við veiði á hverja stöng.

Það voru matreiðslumenn sem sáu um að opna í ár og sagði Stefán Viðarsson sem fór fyrir hópnum að þeir hafi orðið varir við talsvert mikið af laxi víða í ánni og í lok dags var búið að landa 12 löxum.

Það komu átta laxar á fyrstu vaktinni og fjórir á þeirri seinni. Flestir fiskarnir voru stórir og fallegir vorlaxar, en nokkrir smálaxar voru þó innan um. Menn voru því sáttir í lok dags en til samanburðar veiddust átta laxar á opnunardaginn 2015.

Frá Laxá í gær.
Frá Laxá í gær. Stefán Viðarsson
Stefán Viðarsson glímir við lax.
Stefán Viðarsson glímir við lax. Fannar Vernharðsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert