Lifnar aðeins yfir Reykjadalsá

Þrír laxar í beit úr Ásgarðsfljóti í Reykjadalsá fyrr í …
Þrír laxar í beit úr Ásgarðsfljóti í Reykjadalsá fyrr í dag. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

Fremur róleg veiði hefur verið í Reykjadalsá í Borgarfirði það sem af er sumri en þar var metveiði síðastliðið sumar.

Samkvæmt fréttum frá Stangveiðifélagi Keflavíkur, sem hefur annast leigu á ánni um áratugaskeið, eru rúmlega 50 laxar komnir á land úr ánni. Hefur veiðin verið róleg og hafa bestu tveggja daga hollin verið að ná fimm löxum á land, en veitt er á tvær stangir.

Nú er loks komin suðaustanátt og rigning í Borgarfirði og eitthvað virðist vera að lifna yfir veiði í ánni því hópur veiðimanna sem nú er að veiðum í ánni hefur landað sjö löxum og þar af komu þrír í beit úr Ásgarðsfljóti. 

Í fyrra var metveiði í ánni þegar 334 laxar veiddust það sumarið á stangirnar tvær. Meðal­veiði í Reykja­dalsá síðastliðinn 10 ár er 206 lax­ar og en áin er mik­il síðsum­arsá og oft­ar en ekki hafa haust­in verið hvað göf­ul­ust.

Glímt við lax í Reykjadalsá fyrr í dag.
Glímt við lax í Reykjadalsá fyrr í dag. Gylfi Dalman Aðalsteinsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert