Annar stórlax af Breiðeyri

Áslaug með stórlaxinn við Breiðeyri í morgun.
Áslaug með stórlaxinn við Breiðeyri í morgun. Orri Vigfússon

Samkvæmt upplýsingum frá Orra Vigfússyni hjá Laxárfélaginu veiddist annar stórlax í morgun af Breiðeyri í Laxá í Aðaldal.

Var það veiðikonan Áslaug Árnadóttir sem veiddi 110 cm hæng á Breiðeyri og tók sá stóri Þýska snældu.  Ekki kemur fram ummálið á honum, en síðastliðinn fimmtudag veiddist annar hængur á Breiðeyri sem var mældur 112 cm langur sem er stærsti lax sem veiðst hefur það sem af er þessu sumri á landinu. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert