Gengur vel í Norðurá

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, í þann mund að landa laxi …
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, í þann mund að landa laxi við Skerin á opnunardaginn. Einar Falur Ingólfsson

Að sögn Einars Sigfússonar, sölustjóra Norðurár í Borgarfirði, þá gengur veiðin ljómandi vel og er búið að landa 33 löxum á stangirnar 8 eftir tveggja daga veiði. Hann sagði að menn væru aðallega að veiða á yfirborðinu með smáflugum og hefðu allt að 20 laxar sloppið eftir mislangar viðureignir.

Fram kom að veitt yrði fram að kvöldmat í dag og svo yrði ekki veitt í ánni fyrr en eftir hádegið á morgun þegar fyrsta selda hollið byrjar veiði.

Megnið af veiðinni er mjög velhaldinn tveggja ára lax, en að auki hafa þrír bústnir og fallegir smálaxar komið á land frá 66 til 69 cm langir.  Eiginkona Einars, Anna Sigþórsdóttir, landað 102 cm laxi í gærmorgun á litla Snældu í Laugarkvörn að austanverðu. Einar taldi að mörg ár væri síðan að svo stór lax hafi ekki komið á land í Norðurá.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert