Ásarnir byrja vel

Sigurður Sigurðsson með laxinn stóra úr Langhyl sem tók litla …
Sigurður Sigurðsson með laxinn stóra úr Langhyl sem tók litla Hairy Mary-flugu. Sturla Birgisson

Samkvæmt upplýsingum frá Sturlu Birgissyni, leigutaka Laxár á Ásum, lauk opnunarhollið veiðum á hádegi í dag eftir tveggja daga veiði. 

Samtals var 19 löxum landað á þrjár stangir og urðu menn varir við fiska upp um alla á. Fyrsta lax sumarsins veiddi Freyja Kjartansdóttir í Stekkjarstreng. Sigurður Sigurðsson, jafnan kenndur við Raflax, veiddi hins vegar stærsta laxinn sem reyndist vera 93 cm hængur sem tók Hairy Mary númer 14 í Langhyl. Sigurður lét hafa eftir sér þegar bardaganum var lokið að hann hefði sjaldan lent í eins erfiðum og sterkum laxi sem rauk ítrekað upp og niður allan Langhyl uns Sigurði tókst loks að landa honum.  

Fram kom hjá Sturlu að megnið af veiðinni hefði komið á smáflugur á yfirborðinu og Sunray Shadow. 

Áberandi var að talsvert er af laxi komið alla leið upp í Langhyl og voru sumir þeirra aðeins farnir að taka smá lit.  Þá var mikið af fiski í Dulsum og í gærkvöldi sáust 10 nýir laxar í Stekkjarstreng undir brúnni á þjóðveginum. Talsvert er síðan fyrstu laxarnir sáust í Laxá og mun formaður veiðifélagsins hafa séð stóran lax 1. júní upp við stíflu við Laxárvatn.

Sturla sagði að veiðimenn sem luku veiðum á silungasvæðinu í gær hefðu landað 22 vænum sjóbirtingum eftir tveggja daga veiði og séð mikið af laxi á hraðri göngu upp á laxasvæðið. 

Freyja Kjartansdóttir með fyrsta lax sumarsins úr Laxá á Ásum.
Freyja Kjartansdóttir með fyrsta lax sumarsins úr Laxá á Ásum. Sturla Birgisson
Sturla með einn vænan úr opnunarhollinu.
Sturla með einn vænan úr opnunarhollinu. Freyja Kjartansdóttir
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert