Veiði hafin í Haukadalsá

Frá Þverá í Haukadal.
Frá Þverá í Haukadal. svfr.is

Samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Reykjavikur sem heldur utan um veiðirétt á Haukadalsá í Dölum þá hófst veiði þar í gær og fer ágætlega af stað.

Fram kemur að fimm löxum hafi verið landað þennan fyrsta dag og urðu menn talsvert mikið varir og misstu nokkra. Var líf á öllum svæðum, nema neðsta svæðinu sem var rólegt. Menn höfðu á tilfinningu að ekki væri mikið af glænýjum laxi og þeir laxar sem veiddust höfðu verið þar einhvern tíma því menn urðu varir við fisk alveg upp á efsta stað. Binda menn vonir við að næsta stórstreymi skili nýjum göngum upp ána.

Á sama tíma opnaði Þverá í Haukadal sem er hliðará Haukadalsár og sameinast henni rétt við veiðihús Haukadalsár. Þar er veitt á eina stöng og þar fór veiðin enn betur af stað og komu sex laxar þar á land fyrsta daginn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert