Ytri Rangá fer vel afstað

Glæsilegur lax úr Ytri Rangá í gær.
Glæsilegur lax úr Ytri Rangá í gær. Jóhannes Hinriksson

Ytri Rangá opnaði í gær í kolvitlausri austan átt þannig að veiðimenn áttu í miklu basil með að koma flugunni á rétta staði.

Þrátt fyrir það var ágætis veiði sem skilaði 23 löxum á land fyrsta daginn sem þótti gott miðað við slæmar aðstæður.  Að sögn Jóhannes Hinrikssonar, umsjónamanns árinnar, þá virðist talsvert af laxi kominn í ánna, einkum þá á neðri svæðin.

Ytri Rangá var í forystusæti yfir íslenskar laxveiðiár hvað veidda fiska varðar síðastliðið sumar þegar 9323 laxar veiddust í heildina.

Við Ytri Rangá í gær.
Við Ytri Rangá í gær. Jóhannes Hinriksson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert