Arður af laxveiði ekki lengur til prestsins að Hofi

Hofskirkja í Vopnafirði.
Hofskirkja í Vopnafirði.

Á 267. fundi Kirkjuráðs þann 17. júlí síðastliðinn var samþykkt tillaga um að veiðihlunnindi sem fylgja Hofi í Vopnafirði verði undanskilin í auglýsingu um sóknarprestembætti.

Hof er landnámsjörð og hefur frá fornu fari verið kirkjujörð og er talið að kirkja hafi verið reist þar fljótlega eftir kristintöku. Hofsá er ein þekktasta og eftirsóttasta laxveiðiá landsins og leigð út fyrir tugamilljóna króna á ári og er Hof stærsti landeigandi við ána.

Í fasteignamati frá 2014 er eignarhlutar kirkjunnar í Hofsá og Sunnudalsá metnir á tæpar 75 milljónir króna. Hefð hefur verið að starfandi prestar fái allt af helming af arði hlunninda á kirkjujörðum sem þeir starfa á.

Tekið var sérstaklega fram á þessum fundi að þessi ákvörðun verði endurskoðuð þegar starfshópur kirkjuráðs sem kirkjuþing 2015 ályktaði að skipaður yrði til að skoða slík mál í tengslum við stefnumörkun þjóðkirkjunnar um eignir og eignastýringu skilar niðurstöðu sinni. Kirkjuráð ályktar jafnframt að fela framkvæmdastjóra að koma á framfæri við starfshópinn hvatningu kirkjuráðs til að starfi hans verði lokið hið fyrsta.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert