Hagnaður Google eykst um 92% á þriðja ársfjórðungi

Höfuðstöðvar Google í Mountain View í Kalíforníu.
Höfuðstöðvar Google í Mountain View í Kalíforníu. AP

Hagnaður Google næstum tvöfaldaðist á þriðja ársfjórðungi á milli ára en hann nam 733 milljónum Bandaríkjadala, rúmum fimmtíu milljörðum króna, í fjórðungnum samanborið við 381 milljón á sama tímabili í fyrra. 92% aukning á milli ára.

Að teknu tilliti til sérstakra liða nam 2,62 dölum á hlut en spár greiningaraðila á Wall Street hljóðuðu að meðaltali upp á 2,42 dali á hlut.

Tekjur jukust um 70% á þriðja ársfjórðungi á milli ára og námu 2,69 milljörðum Bandaríkjadala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK