Straumborg yfirtekur framvirka samninga um kaup á hlut í Kaupþingi

mbl.is

Straumborg ehf., félag fjárhagslega tengt Brynju Halldórsdóttur, stjórnarmanni í Kaupþingi banka hf., hefur yfirtekið tvo framvirka samninga um kaup á samtals 617.500 hlutum í bankanum.

Annars vegar er um að ræða framvirkan samning dags. 10. mars 2006 um kaup á 500.000 hlutum í bankanum sem er tekinn yfir á genginu 944 kr. á hlut. Gjalddagi samningsins er 29. desember 2006. Hins vegar er um að ræða framvirkan samning, dags. 22. desember 2006, um kaup á 117.500 hlutum í bankanum, sem er tekinn yfir á genginu 856,26439 kr. á hlut. Gjalddagi samningsins er 28. desember 2006. Gjalddagi á báðum samningunum verður nú 10. janúar 2007.

Þá hefur Norvest ehf., félag fjárhagslega tengt Brynju, framlengt framvirkan samning, dags. 24. nóvember sl., um kaup á 800.000 hlutum í bankanum, sbr. tilkynningu sem var birt þann 24. nóvember sl. Gjalddagi samningsins er nú 28. maí 2007.

Brynja Halldórsdóttir á 9.206 hluti í bankanum. Aðilar fjárhagslega tengdir Brynju eiga samtals 13.112.048 hluti í bankanum. Þá eiga aðilar fjárhagslega tengdir Brynju 4.817.500 hluti í bankanum skv. framvirkum samningum eftir viðskiptin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka