Straumborg ehf., félag fjárhagslega tengt Brynju Halldórsdóttur, stjórnarmanni í Kaupþingi banka hf., hefur yfirtekið tvo framvirka samninga um kaup á samtals 617.500 hlutum í bankanum.
Annars vegar er um að ræða framvirkan samning dags. 10. mars 2006 um kaup á 500.000 hlutum í bankanum sem er tekinn yfir á genginu 944 kr. á hlut. Gjalddagi samningsins er 29. desember 2006. Hins vegar er um að ræða framvirkan samning, dags. 22. desember 2006, um kaup á 117.500 hlutum í bankanum, sem er tekinn yfir á genginu 856,26439 kr. á hlut. Gjalddagi samningsins er 28. desember 2006. Gjalddagi á báðum samningunum verður nú 10. janúar 2007.
Þá hefur Norvest ehf., félag fjárhagslega tengt Brynju, framlengt framvirkan samning, dags. 24. nóvember sl., um kaup á 800.000 hlutum í bankanum, sbr. tilkynningu sem var birt þann 24. nóvember sl. Gjalddagi samningsins er nú 28. maí 2007.
Brynja Halldórsdóttir á 9.206 hluti í bankanum. Aðilar fjárhagslega tengdir Brynju eiga samtals 13.112.048 hluti í bankanum. Þá eiga aðilar fjárhagslega tengdir Brynju 4.817.500 hluti í bankanum skv. framvirkum samningum eftir viðskiptin.