"Dagsbrún" á bak við fríblað í Boston

"DAGSBRÚN" stendur á bak við útgáfu nýs fríblaðs í Boston í Bandaríkjunum sem bera mun nafnið Boston Now og á væntanlega að koma út næsta haust. Framkvæmdin verður í höndum Russel Pergament, sem ýtti úr vör fríblöðunum Metro Boston og síðan AM New York.

Þetta kemur fram í frétt á vef The Boston Globe þar sem jafnframt er tekið fram að það sé "Dagsbrún" sem leggi Pergament til fé og haft er eftir Pergament að "Dagsbrún" hafi áhuga að hefja útgáfu fríblaða í átta til tíu borgum í Bandaríkjunum á næstu árum.

Samkeppni við eigið afkvæmi

Hið nýja fríblað Boston Now mun lenda í beinni samkeppni við Metro Boston sem Pergament stofnaði árið 2001 en það er nú í eigu stöndugra fyrirtækja með líklega nokkuð djúpa vasa: Metro International og The New York Times.

Pergament er þó hinn borubrattasti: "Ég hef ekki áhyggjur af Metro. Metro er kannski með 2% hlutdeild á prentmiðlamarkaðinum í Boston. Það er hægt að græða á þessum markaði ef menn vita hvað þeir eru að gera.[-] Við ætlum að segja fréttir. Þetta verða ekki bara útvatnaðar fréttastofufréttir," er haft eftir Pergament.

Stuart Layne, útgefandi Metro, dregur ekki dul á að hann hefði heldur kosið að það væri bara eitt fríblað í Boston en segir þó rými fyrir tvö fríblöð enda frídagblöðin framtíðin á dagblaðamarkaðinum að mati hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK