Íslenska orkufyrirtækið Enex Kína, sem er í eigu Enex, Orkuveitu Reykjavíkur og Geyrsir Green Energy, hefur uppi áform um að margfalda umsvif sín á kínverska markaðnum en það vinnur nú þegar að stærstu jarðvarmaveitu heims í borginni Xianyang.
Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri Enex, segir að gangi bjartsýnustu spár eftir geti fyrirtækið tekið þátt í uppbyggingu jarðvarmakerfa sem verði 10 til 12 sinnum stærri en 900 MW dreifinet Orkuveitu Reykjavíkur í dag.
Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.