Anheuser-Busch eignast 20% í Icelandic Water Holdings

Jón Ólafsfson athafnamaður
Jón Ólafsfson athafnamaður mbl.is/Brynjar Gauti

Anheuser-Busch, Inc. og Icelandic Water Holdings tilkynntu í dag að Anheuser-Busch muni verða aðaldreifingaraðili Icelandic Glacial vatns í Bandaríkjunum og eignast 20% eignarhlut í Icelandic Water Holdings. Samningurinn gengur í gildi þegar í stað. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Eins og fram kom á Fréttavef Morgunblaðsins í gærkvöldi var greint frá samningnum í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Á vefsíðu Icelandic Water Holdings kemur fram að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 2004 og er Jón Ólafsson stjórnarformaður þess, en Kristján sonur hans sölustjóri á Bandaríkjamarkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK