Tap á rekstri deCODE nam 16,2 milljónum dala

Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar.
Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Sverrir

Tap á rekstri deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, nam 16,2 milljónum dala, jafnvirði rúmlega 1 milljarði króna, á öðrum ársfjórðungi samanborið við 18,3 milljónir dala á sama tímabili á síðasta ári. Fyrri hluta ársins var tap á rekstri félagsins 38,9 milljónir dala, jafnvirði 2,45 milljarða króna, samanborið við 38,6 milljónir dala fyrri hluta síðasta árs.

Tekjur félagsins á öðrum ársfjórðungi í ár námu 7,6 milljónum dala samanborið við 10,4 milljónir á sama tímabili fyrir ári. Á fyrri hluta ársins námu tekjurnar 16,2 milljónum dala samanborið við 20,5 milljónir dala fyrri hluta ársins 2006. deCODE segir í tilkynningu, að ástæðan fyrir tekjusamdrættinum sé sú að á síðasta ári hafi samstarfi fyrirtækisins við svissneska lyfjafyrirtækið Roche lokið.

Í lok júní námu óinnleystar tekjur 15,1 milljón dala og handbært fé frá rekstri nam 137,3 milljónum dala borið saman við 135,1 milljón í lok fyrsta ársfjórðungs og 152 milljónir í lok síðasta árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka