Baráttan um sænska fyrirtækið OMX, sem rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndum, virðist vera að harðna en Citigroup, stærsti banki Bandaríkjanna, hefur aukið hlut sinn í félaginu í 6,3%. Er Citigroup nú þriðji stærsti hluthafi í OMX á eftir sænska fyrirtækinu Investor, sem á 10,7% og sænska ríkinu, sem á 6,6%.
Bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq hefur lagt fram yfirtökutilboð í OMX og stjórn sænska fyrirtækisins hefur fyrir sitt leyti fallist á tilboðið. Jafnframt er fullyrt, að kauphöllin í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, ætli einnig að leggja fram yfirtökutilboð.
Að sögn blaðsins Financial Times hafa bæði sænsk stjórnvöld og Investor efasemdir um að það heppilegt sé að kauphöllin í Dubai eignist OMX.