70 starfsmenn hjá Eimskip á Reyðarfirði

Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Guðmundur Davíðsson framkvæmdastjóri …
Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Guðmundur Davíðsson framkvæmdastjóri Eimskips á Íslandi undirrita samninginn. mbl.is/Steinunn

Rúmlega 30 ný störf hafa skapast hjá Eimskip á Austurlandi í kjölfar aukinnar starfsemi þar. Fyrir störfuðu 40 manns hjá Eimskip á Austurlandi, að sögn Guðmundar Davíðssonar, framkvæmdastjóra Eimskips á Íslandi. Alls starfa því 70 manns hjá Eimskip á svæðinu. Í gær var skrifað undir flutningasamning milli Alcoa Fjarðaál og Eimskip.

Eins og greint var frá á Fréttavef Morgunblaðsins í gær mun Eimskip sjá um flutning á rúmlega 220.000 tonnum, þar af innflutning á 180.000 tonnum og útflutning á 40.000 tonnum á ári, fyrir Alcoa Fjarðaál. Um er að ræða alla flutninga á rafskautum fyrir álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Jafnframt hafa félögin náð samkomulagi um 40.000 tonna álflutninga til Bandaríkjanna og er því um að ræða flutninga upp á 260.000 tonn á ári. Samningar fyrirtækjanna tveggja á sviði flutningastarfsemi og þjónustu leiðir af sér eitthvert umfangsmesta samstarf á sviði flutninga sem ráðist hefur verið í á þessu sviði hér á landi.

Guðmundur sagði við undirritun samningsins að góð hafnaraðstaða á Reyðarfirði skapi mikla möguleika fyrir Eimskip að hagræða í innanlandsflutningum sínum og byggja upp höfnina á Reyðarfirði sem höfn Norður- og Austurlands. Það sé ljóst að höfnin verði mjög mikilvæg í framtíðinni vegna nálægðar hennar við Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK