Hagstæðara að taka óverðtryggt lán

Eftir Egil Ólafsson

egol@mbl.is

Heildargreiðsla af óverðtryggðu fasteignaláni á 15,75% vöxtum er lægri en af verðtryggðu láni hjá Íbúðalánasjóði á 5,3% vöxtum miðað við 2,5% verðbólgu. Miklu hagstæðara er þó að taka erlent lán, þ.e.a.s. ef lánið hækkar ekki vegna breytinga á gengi íslensku krónunnar.

Allar fjármálastofnanir bjóða viðskiptavinum sínum að reikna út kostnað við lán á heimasíðum sínum. Ef maður hugsar sér að taka 5 milljón króna fasteignalán til 40 ára getur hann valið um verðtryggt eða óverðtryggt lán og einnig erlent lán. Flestir taka verðtryggt lán enda hljómar óverðtryggt lán með 15,75% vöxtum ekki beint aðlaðandi. Afborgun af slíku láni er mun þyngri í upphafi en af hefðbundnu jafngreiðsluláni hjá Íbúðalánasjóði eða bönkunum. Heildargreiðsla af óverðtryggða láninu er 20,9 milljónir, en um 21,5 milljónir af láni Íbúðarlánasjóðs miðað við 2,5% verðbólgu. Við þennan samanburð er eðlilegt að reikna með einhverri verðbólgu. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5%, en núna er verðbólgan 5,3%. Heildargreiðsla af hefðbundnu íbúðaláni í banka með 6,35% vöxtum (2,5% verðbólga) er 23,6 milljónir. Ef þetta fimm milljón króna lán er tekið í erlendri mynt yrði heildargreiðslan 10,8 milljónir. Erlenda lánið er óverðtryggt og því bætast engar verðbætur við höfuðstólinn þó að umtalsverð verðbólga sé á Íslandi. Á móti kemur að gengi krónunnar getur breyst og við gengisfellingu hækkar höfuðstóllinn. Ef gengi krónunnar styrkist eftir að lánið er tekið lækkar hins vegar höfuðstóll lánsins.

Eignamyndun er mjög hæg þegar tekið er hefðbundið jafngreiðslulán hjá Íbúðalánasjóði eða bönkum. Í þessu tiltekna dæmi hækka eftirstöðvar lánsins samfellt fyrstu 19 ár lánstímans. 20 árum eftir að lánið er tekið fara eftirstöðvar lánsins loksins að lækka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka