Löggjöf um sparisjóði endurskoðuð

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að umræða undanfarinna missera um stöðu sparisjóðanna gefa til kynna að löggjöfin væri ekki að virka sem skyldi, en þar bæri hæst sjónarmið er snúa að hlutafjárvæðingu sparisjóðanna. Þetta kom fram í máli ráðherra á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka fjármálafyrirtækja og viðskiptaráðuneytisins um stöðu sparisjóðanna. 

 Sagði Björgvin að í ljósi þessa hafi hann tekið ákvörðun um að skipa nefnd til að fara yfir 8. kafla laga um fjármálafyrirtæki, en sá kafli felur í sér tiltekin sérákvæði er snúa eingöngu að sparisjóðum en ekki öðrum fjármálafyrirtækjum.

 Ráðherra sagði að viðfangsefni nefndarinnar væri síður en svo einfalt enda þyrfti að sætta ólík sjónarmið, þ.e. sjónarmið viðskiptalífsins annars vegar og sjónarmið um samfélagslega ábyrgð hins vegar. Þannig þyrfti að finna farveg er myndi tryggja sparisjóðunum sem bestu samkeppnislegu stöðu en um leið varðveita samfélagslegt hlutverk þeirra.

Nánar er fjallað um fundinn á vef Viðskiptaráðs Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka