Breskir kaupmenn áhyggjufullir

Frá Oxford stræti í Lundúnum
Frá Oxford stræti í Lundúnum LUKE MACGREGOR

Jólaverslunin hefur farið hörmulega af stað í Bretlandi en í síðustu viku fækkaði viðskiptavinum verslana um 4% miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt frétt á vef Telegraph. Segir í fréttinni að þetta veki ótta meðal verslunareigenda um tekjusamdrátt í greininni þar sem fólk haldi fastar um pyngjuna en áður.

Alls voru 7,5% færri í verslunarerindum á helstu verslunargötum Bretlands á laugardaginn miðað við sama tíma í fyrra. En síðasti laugardagur hefði átt að vera annasamasti dagurinn í verslunum það sem af er ári samkvæmt hefðbundnu verslunarmynstri neytenda, samkvæmt rannsókn Footfall, fyrirtækis sem sér um talningu á helstu verslunargötum Bretlands.

Haft er eftir eiganda Footfall í frétt Telegraph að á sama tíma og styttist í jólahátíðina sé lítil jólagleði á helstu verslunargötum landsins. Enda er það jólamánuðurinn sem skiptir mestu í kassa verslunareigenda þar sem stór hluti afkomu ársins kemur inn í þeim mánuði.

Bíða margir kaupmenn með óþreyju eftir næstu helgi og vikunni á eftir eða eins og framkvæmdastjóri verslunarmiðstöðvarinnar Brent Cross í Lundúnum sagði við Telegraph, „við væntum þess að um fjórðungur af öllum jólagjafakaupunum fari fram síðustu vikuna fyrir jól." Hann sagði jafnframt að fólk fari sífellt seinna af stað við jólainnkaupin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK