Miklar lækkanir voru á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Breska FTSE vísitalan lækkaði um 2,7%, þýska Dax um 2,4% og franska Cac um 3,1%. Leiðandi í lækkunum voru m.a. Volkswagen, Air France og Royal Bank of Scotland.
Norrænu hlutabréfavísitölurnar lækkuðu einnig. Lækkunin nam 2,4% í Stokkhólmi, 1,8% í Helsinki og 2,7% í Danmörku, en erfiður dagur hefur verið í danska bankageiranum. Vísitalan í Osló hækkaði ein, um 0,2%.