Glitnir Bank ASA í Noregi hefur fengið 5 milljarða norskra króna lán úr tryggingasjóði norskra banka til að styrkja lausafjárstöðuna. Fram kemur í tilkynningu frá Glitni, að sölumeðferð sé hafin á bankanum. Segir Morten Bjørnsen, framkvæmdastjóri bankans, að í ljósi núverandi aðstæðna sé þetta góð niðurstaða fyrir viðskiptavini og starfsmenn bankans og norskan fjármálamarkað.
Í tilkynningunni segir, að þessi niðurstaða hafi fengist í samráði við norska fjármálaeftirlitið. Bjørnsen segir, að Glitnir Bank sé traustur banki með gott lánasafn en vegna fjármálakreppunnar og þess að afar erfitt sé að fá lánsfé hafi bankinn átt erfitt með að uppfylla skammtímaskuldbindingar sína.