Sparifjáreigendur, sem eiga innlánsreikninga hjá Kaupþingi í Finnlandi, fá fé sitt greitt að fullu með vöxtum. Hafa Nordea, Andelsbanken og Sampo Bank lánað Kaupþingi 100 milljónir evra til að geta staðið við skuldbindingar sínar.
Fram kemur í blaðinu Österbottens Tidning í dag, að fjármálaeftirlitin á Íslandi og í Finnlandi hafi náð samkomulagi um fyrirkomulagi sem felur í sér, að ekki kemur til kasta tryggingasjóðs innlána í Finnlandi.