Skyldur flytjast til þrotabús

Stefán Hilmarsson, aðstoðarforstjóri Baugs, og Ragnar H. Hall, aðstoðarmaður i …
Stefán Hilmarsson, aðstoðarforstjóri Baugs, og Ragnar H. Hall, aðstoðarmaður i greiðslustöðvun, fá úrskurð dómara á hádegi um hvort Baugur fari í gjaldþrotameðferð. mbl.is/rax

Fari Baugur Group í gjaldþrot flytjast öll réttindi og skyldur félagsins til þrotabúsins. Því er ekki rétt að mati Skilanefndar Glitnis að halda því fram að Landsbankinn geti tapað sjö milljörðum úrskurði Héraðsdómur Reykjavíkur í dag að Baugur fari í gjaldþrotameðferð.

Samkvæmt frétt á Vísir.is í morgun kemur fram að Landsbankinn geti tapað verðmætum að andvirði sjö milljarða króna. Það gæti gerst ef HSBC bankinn, sem heldur á bréfum í Debenhams á móti kröfum í Landsbankanna, kýs að ganga að bréfunum til að fá upp í skuldir.

Skilanefnd Glitnis telur að það geti ekki skipt neinu máli um úrlausn þessa ágreinings við HSBC, hvort Baugur sé undir forræði núverandi eigenda eða skiptastjóra fyrir hönd kröfuhafa. Það sé meginregla íslensks réttar, og raunar í gjaldþrota rétti vestrænna ríkja, að öll réttindi og skyldur gjaldþota félags flytjast til þrotabúsins. Öll réttindi Baugs muni því flytjast til þrotabúsins.

„Staðreyndin er sú að í upplýsingagjöf Baugs hefur verið á reiki hvort um sé að ræða eign Baugs eða bréf í eigu Landsbankans vegna framvirkra samninga við Baug sem enn á eftir að standa skil á,“ segir í tilkynningu.

„Ef bréfin eru í eigu Baugs þarf einfaldlega að sýna fram á eignarhaldið og þá kemur skuldajöfnuður eða fullnustuaðgerðir vegna skulda Landsbankans af hálfu HSBC ekki til greina. Skiptastjóri er ekki í verri stöðu en núverandi eigendur Baugs til þess að halda uppi réttindum búsins að þessu leyti.
 
Ef bréfin eru í eigu Landsbankans vegna framvirkra samninga við Baug, er ekki útilokað að HSBC muni leita fullnustu í umræddum bréfum. En sú aðgerð væri algerlega óháð og ótengd gjalþroti Baugs,“ segir í tilkynningu frá skilanefnd Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK