Allir stjórnarmenn hætta hjá Teymi

Teymi.
Teymi.

Ljóst er að enginn núverandi stjórnarmanna Teymis munu sitja í næstu stjórn félagsins. Þrír hafa boðið sig fram til stjórnar Teymis en ný stjórn verður kjörin hjá félaginu á hluthafafundi þann 20.apríl. Undanfarna mánuði hefur Teymi í samstarfi við stærstu kröfuhafa unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Í kjölfar þess hefur stjórn Teymis ákveðið óska  eftir heimild til að hefja formlega viðræður um nauðasamninga.

Núverandi stjórn mun leggja til á fundinum að hlutafé núverandi eigenda verði fært niður að fullu og gengið verði til samninga við kröfuhafa með það markmið að þeir eignist félagið.

Eftirtaldir bjóða sig fram til stjórnarsetu hjá Teymi: Gunnar Þ. Ásgeirsson, löggiltur endurskoðandi, Kristinn Hallgrímsson, hrl. og Lúðvík Örn Steinarsson, hrl.

Í dag er Þórdís J. Sigurðardóttir, formaður stjórnar en aðrir í stjórn eru: Jón Þorsteinn Jónsson, Pétur Már Halldórsson, Ásta Bjarnadóttir og Þorsteinn M. Jónsson.

Undanfarna mánuði hefur Teymi í samstarfi við stærstu kröfuhafa unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Í kjölfar þess hefur stjórn Teymis ákveðið óska  eftir heimild til að hefja formlega viðræður um nauðasamninga.

Samkvæmt vef Teymis eru dótturfélög níu talsins. Í daglegu tali er þeim skipt í tvo aðskilda hópa; fjarskiptahluta Teymis annars vegar og upplýsingatæknihluta (UT) hins vegar. Fjarskiptafyrirtækin eru Vodafone, Vodafone í Færeyjum og Tal en UT-fyrirtækin eru Kögun, Skýrr, EJS, HugurAx, Landsteinar Strengur og Eskill.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK