Greiða útlendingum 25 milljarða í vexti

IFS greining telur að vaxtagreiðslur til eigenda ríkisbréfa nema 21 milljarði árlega, ríkisvíxlaeigendur fá 7 milljarða og eigendur innstæðubréfa 10 milljarða. Samtals eru þetta 38 milljarðar á ári. Af því renni  a.m.k. 25 milljarðar til erlendra aðila.

Að auki eru vaxtagreiðslur af innlánsreikningum sem nema að mati IFS að lágmarki 5 milljörðum króna. „Samtals nemur því útflæði vegna bankainnstæðna, innstæðubréfa, ríkisvíxla og ríkisbréfa að minnsta kosti 30 milljörðum króna á ári,“segir í greiningu IFS.

Að langstærstum hluta er útflæðið vegna vaxtagreiðslna á fyrri helmingi þessa árs eða 29 milljarðar króna samkvæmt IFS.

„Miðað við að eign erlendra aðila í ríkisvíxlum, innstæðubréfum og innlánsreikningum sé um 125 milljarðar króna (eign erlendra aðila í ríkisbréfum er 175 milljarðar) þá dragast vaxtagreiðslur til erlendra aðila saman um 1.250 milljónir króna á ári við 1% vaxtalækkun,“ segir greiningu IFS.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK