Norræni fjárfestingarbankinn Nordnet Bank AB hefur keypt eQ Bank í Finnlandi af skilanefnd Straums Burðaráss fyrir um 40 milljónir evra, jafnvirði tæplega 7 milljarða króna. eQ er stærsti fjárfestingarbanki Finnlands með um 57 þúsund viðskiptavini.
Fram kemur á fréttavef Hufvudstadsbladet, að velta eQ hafi á síðasta ári verið um 27,2 milljónir evra. Finnski bankinn er sjálfstæð rekstrareining innan samsteypu Straums og reynt hefur verið að selja hann frá því íslenska fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur íslenska bankans í mars.
Finnsk samkeppnisyfirvöld verða að leggja blessun sína yfir kaupin áður en þau taka gildi.
Straumur Burðarás keypti eQ Corporation í júlí árið 2007 á 160 milljónir evra. Bankinn starfar í Helsinki, Tampere og Turkú.