Hæstiréttur staðfestir gjaldþrotaskipti Magnúsar

Magnús Þorsteinsson.
Magnús Þorsteinsson.

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að bú Magnúsar Þorsteinssonar, kaupsýslumanns, skuli tekið til gjaldþrotaskipta.

Héraðsdómur féllst í byrjun maí á kröfu Straums Burðaráss um að bú  Magnúsar skyldi tekið til gjaldþrotaskipta en krafa bankans á hendur Magnúsi nemur um 1,2 milljörðum króna.

Magnús hefur mótmælt því að krafa Straums á hendur honum sé gild en Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms með vísan til forsendna dómsins en fjallað að öðru leyti ekkert um málið.

Magnús flutti nýlega lögheimili sitt til Rússlands en dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra taldi að þar sem krafa um gjaldþrotaskipti kom fram áður en Magnús breytti um heimili, væri Magnús ekki undanþeginn lögsögu íslenskra dómstóla. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka