Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar nam vöruútflutningur í maí 38,7 milljörðum króna og innflutningur 31,4 milljörðum króna. Vöruskiptin í maí, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 7,3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.
Hagstofan segir, að vísbendingar séu um meira verðmæti útfluttra sjávarafurða og iðnaðarvara og meira verðmæti innflutts eldsneytis en minna verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara í maí miðað við apríl.