Breytingar á neyðarlögunum á síðustu metrunum áður en þau gengu í gildi í október fólust í því, samkvæmt heimildum, að nánast alls staðar þar sem Seðlabankinn kom við sögu var hann strikaður út og Fjármálaeftirlitið sett í staðinn.
Það varð því hlutverk FME en ekki Seðlabankans að stofna skilanefndirnar sem var falið að reka gömlu bankana, öfugt við það sem lagt hafði verið upp með.
JP Morgan hafði verið Seðlabankanum og ríkisstjórninni til ráðgjafar, en vegna þeirra vinnubragða sem viðhöfð voru við uppskiptingu bankanna, þá fór erlendi bankinn fram á vottorð um að ákvarðanir FME væru honum óviðkomandi.
Tillögur JP Morgan voru lagðar fram á fundi með ríkisstjórninni um miðjan október og fólust í því að stofnaður yrði nýr banki og ekki fluttar neinar eignir yfir í hann, aðeins innstæður og eitt skuldabréf, sem væri forgangskrafa í þrotabú gamla bankans. Nýi bankinn gæti starfað eftir þjónustusamningi við gömlu bankana. Og til þess að kröfuhafar gömlu bankanna brygðust ekki ókvæða við, yrðu þeir kallaðir að borðinu og fengnir til að taka þátt í að búa til nýjan banka.
Fjallað er nánar um málið í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.