Eigandi Eimskips þekkir Clinton

Bill Clinton
Bill Clinton Reuters

Margir stórhuga athafnamenn eru umdeildir. Nýi erlendi hluthafi Eimskips, fyrirtækið Yucaipa með um þriðjungshlut, sem Ronald Burkle (57 ára) fer fyrir, er þar engin undantekning, ef marka má erlenda fjölmiðla. Forbes metur auð hans á 3,5 milljarða dollara og hann er góður vinur Bills Clintons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur t.d. flogið í þotu Bandaríkjaforseta, Air Force 2.

Ekki nóg með það, því Burkle er yfirmaður Clintons, réð hann nefnilega sem ráðgjafa hjá tveimur fjárfestingarsjóðum í sinni eigu. Forbes kvartar reyndar yfir því í svipmynd um Burkle að hann sé einungis nefndur tvisvar sinnum í ævisögu Clintons. Burkle situr t.d. í stjórn netfyrirtækisins Yahoo!

Burkle virðast vera umdeildur í heimalandi sínu. Grein Forbes frá 2006 hefst með orðunum: Af hverju fyrirlíta svo margir Ronald Burke? Þar er sagt að fjölmiðlar berji á honum fyrir að kaupa sér áhrif hjá stjórnmálamönnum og stjórnendum lífeyrissjóða. „Ég varð holdgervingur alls þess sem illt er við framlög til stjórnmálamanna. Þetta er fáránlegt,“ mótmælir hann í viðtali við Forbes.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka