Hallarbylting kemur „kommunum að“

Gunnlaugur Sigmundsson var áður forstjórai Kögunar.
Gunnlaugur Sigmundsson var áður forstjórai Kögunar. Golli Kjartan Þorbjörnsson

Gunnlaugur Sigmundsson, stjórnarformaður Icelandair Group og Einar Sveinsson stjórnarmaður eru að hætta í stjórn fyrirtækisins.

Gunnlaugur segir að Íslandsbanki hafi óskað eftir hluthafafundi 6. ágúst og „stjórnarkjöri til þess að fullkomna byltinguna og koma kommunum að“.

Ríkisbankarnir Landsbankinn og Íslandsbanki fara með um 70% hlut í Icelandair í kjölfar veðkalla.

Á hluthafafundinum verður óskað eftir heimild til að auka hlutafé um 15 milljarða að nafnvirði. Hluthafar njóta ekki forgangsréttar til áskriftar. Gunnlaugi þykir það dapurlegt gagnvart 800 hluthöfum Icelandair. Þá er óskað eftir heimild til þess að hægt sé að skuldbreyta lánum í hlutafé.

Íslandsbanki á nærri 50% í flugfélaginu en ræður yfir 30% atkvæða, í samræmi við ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, samkvæmt heimildum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK