Réttlæti.is fundar með saksóknara

Réttlæti.is hefur kært starfsemi Landsbankans vegna peningamarkaðssjóða.
Réttlæti.is hefur kært starfsemi Landsbankans vegna peningamarkaðssjóða. mbl.is/hag

Síðastliðinn fimmtudag gengu fulltrúar Réttlæti.is, baráttuhóps um fullnaðargreiðslu út úr peningamarkaðsbréfum, á fund Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara. Fulltrúar Réttlætis.is telja að Landsbankinn hafi stundað ólöglega markaðssetningu og ólöglega meðferð á peningamarkaðssjóði bankans. Samtökin kærðu ofangreind atriði til viðskiptaráðuneytisins í febrúar.  

Fundinn sátu ásamt Ólafs Haukssonar, Hörður Hilmarsson og lögmaður samtakanna Hilmar Gunnlausson hdlr. Að því fram kemur í fréttatilkynningu frá Réttæti.is kvaðst saksóknari mundu fara ofan í málið og kynna sér gögn til hlítar. Sagði hann málið enn vera til skoðunar í Fjármálaeftirlitinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK