Saksóknari í nýjum húsakynnum

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Kristinn

Embætti sérstaks saksóknara hefur nú flutt í ný og stærri húsakynni að Laugavegi 166. Gekk flutningurinn hnökralaust fyrir sig og voru starfstöðvar á nýjum stað komnar með fulla virkni innan við sólarhring eftir flutning. Áður var embættið til húsa í Borgartúni 7b. Embætti ríkisskattstjóra er í sama húsnæði að Laugavegi 166.

Í nýjum húsakynnum eru sextán sérfræðingar í fullu starfi að saksóknaranum sjálfum meðtöldum við rannsókn á meintum brotum sem tengjast hruni íslensku bankanna. Auk þessara starfsmanna nýtur embættið nú fulltingis þriggja erlendra sérfræðinga.

Um er að ræða Evu Joly, sem er sérstakur ráðgjafi embættisins, auk tveggja annarra sérfræðinga. Annar þeirra er einn af samstarfsmönnum Joly frá París, löggiltur endurskoðandi sem aðstoðaði Joly við rannsókn á Elf-málinu svokallaða í Frakklandi. Hinn er Norðmaður sem er sjálfstætt starfandi lögmaður en var áður sérfræðingur við rannsókn efnahagsbrota hjá Økokrim í Osló. Þessum sérfræðingum fylgja aðstoðarmenn sem verða þeim innan handar hér á landi.

Taka myndir og fingraför af grunuðum

Embætti sérstaks saksóknara hefur nýtt sér heimild í lögum til að taka sérstakar myndir af þeim sem hafa verið kallaðir til yfirheyrslu og einnig fingraför. Hefur þessari heimild ekki verið beitt að neinu ráði í tengslum við rannsóknir á efnahagsbrotum á undanförnum árum. Er þetta gert ef þær aðstæður sköpuðust að leita þyrfti að sakborningum. Einnig eru margir með lögheimili erlendis eða hafa rík tengsl við útlönd.

Lögreglan þarf ekki, lögum samkvæmt, að rökstyðja fyrir hlutaðeigandi hvers vegna hún grípur til þessa úrræðis ef hún hefur til rannsóknar refsivert brot. Í langflestum tilvikum hafa myndirnar verið teknar að loknum yfirheyrslum, samkvæmt upplýsingum mbl.is.

Eva Joly
Eva Joly mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka