Stjórnarlaun Exista lækkuð um 60%

Frá aðalfundi Exista
Frá aðalfundi Exista mbl.is/Kristinn

Stjórn Exista lagði til á aðalfundi félagsins í morgun að laun stjórnarmanna verði lækkuð um ríflega 60% frá fyrra ári. Lögð var fram tillaga um að þóknun til stjórnarformanns fyrir næsta kjörtímabil verði 400 þúsund krónur á mánuði og 200 þúsund krónur á mánuði fyrir aðra stjórnarmenn. Jafnframt er lagt til að stjórnarmönnum verði fækkað.

Er lagt til að stjórn Exista verði skipuð þremur mönnum og einum til vara. Er þessi tillaga gerð í ljósi minnkandi umsvifa félagsins.

Stjórn hafði lagt fram tillögu um lækkun hlutafjár félagsins um rúma 13,9 milljarðar króna. En vegna þeirrar óvissu sem enn ríkir um uppgjör félagsins hefur stjórn ákveðið að draga þessa tillögu til baka. Þá var sömuleiðis dregin til baka breytingartillaga á samþykktum um að hlutafé félagins skuli vera 250 milljónir króna, að því er fram kom á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK