Atvinnuleysi mælist 9,8% í Bandaríkjunum

Atvinnuleysi í september mældist 9,8% í Bandaríkjunum að sögn vinnumálaráðuneytis landsins og hefur það ekki verið meira síðan á árinu 1983. Talið er að 263 þúsund störf hafi tapast í mánuðinum, mun fleiri en sérfræðingar höfðu spáð. Í ágúst töpuðust 201 þúsund störf.

Frá því núverandi samdráttarskeið hófst í desember 2007 hefur atvinnulausum fjölgað úr 7,6 milljónum í 15,1% og hlutfall atvinnulausra á vinnumarkaði hefur tvöfaldast.  

Samdráttur í bandaríska hagkerfinu mældist 0,7% á öðrum ársfjórðungi.  Flestir sérfræðingar búast við að hagvöxtur mælist á ný á þriðja fjórðungi en efnahagsabatinn verði ekki viðvarandi ef störfum fjölgar ekki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka