Atvinnuleysi í september mældist 9,8% í Bandaríkjunum að sögn vinnumálaráðuneytis landsins og hefur það ekki verið meira síðan á árinu 1983. Talið er að 263 þúsund störf hafi tapast í mánuðinum, mun fleiri en sérfræðingar höfðu spáð. Í ágúst töpuðust 201 þúsund störf.
Frá því núverandi samdráttarskeið hófst í desember 2007 hefur atvinnulausum fjölgað úr 7,6 milljónum í 15,1% og hlutfall atvinnulausra á vinnumarkaði hefur tvöfaldast.
Samdráttur í bandaríska hagkerfinu mældist 0,7% á öðrum ársfjórðungi. Flestir sérfræðingar búast við að hagvöxtur mælist á ný á þriðja fjórðungi en efnahagsabatinn verði ekki viðvarandi ef störfum fjölgar ekki.